Fréttir eftir mánuðum

30.12.2014

Taktu þátt í vali á íþróttamönnum Garðabæjar 2014

Taktu þátt í vali á íþróttamönnum Garðabæjar 2014
Sex karlar og sex konur eru tilnefnd af ÍTG (íþrótta- og tómstundaráði Garðabæjar) sem íþróttamenn Garðabæjar 2014. Einn karlmaður og ein kona verða valin sem íþróttakarl og íþróttakona Garðabæjar 2014.
30.12.2014

Áramótabrennur í Garðabæ

Áramótabrennur í Garðabæ
Tvær brennur verða í Garðabæ að kvöldi gamlársdags, miðvikudaginn 31. desember: Kveikt verður í brennunni á Álftanesi, nærri ströndinni norðan við Gesthús, kl. 20:30. Kveikt verður í brennunni við Sjávargrund kl. 21.00.
23.12.2014

Áætlun þjónustumiðstöðvar um hátíðirnar

Áætlun þjónustumiðstöðvar um hátíðirnar
Þjónustumiðstöð/áhaldahús verður með snjómokstur og/eða söndun og söltun yfir hátíðirnar.
22.12.2014

Afgreiðslutími um jól og áramót

Afgreiðslutími um jól og áramót
Afgreiðslutími þjónustuvers Garðabæjar um jól og áramót
18.12.2014

Garðabær keppir í annari umferð Útsvars

Garðabær keppir í annari umferð Útsvars
Lið Garðabæjar keppir í annari umferð (16 liða úrslit) Útsvars gegn Akureyri í sjónvarpinu föstudagskvöldið 19. desember kl. 20:15. Í liði Garðabæjar eru þau Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir, Ásgrímur Gunnarsson og Unnur Alma Thorarensen.
18.12.2014

Skemmtileg morgunsamvera í Flataskóla

Skemmtileg morgunsamvera í Flataskóla
Brotið var blað í morgunsamverunni í Flataskóla í vikunni þar sem starfsmenn skólans tóku sig til og skelltu sér upp á svið og sýndu góða takta. Nemendum fannst þetta ekki leiðinlegt og mátti heyra saumnál detta á meðan starfsmennirnir dönsuði um á...
17.12.2014

Góðverk fyrir jólin

Góðverk fyrir jólin
Leikskólinn Sjáland hefur verið að vinna með Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna með áherslu á lýðræði þar sem hlustað er á sjónarmið og raddir barna. Í þeirri vinnu kom upp sú hugmynd hjá börnunum í Sjálandi að gera góðverk fyrir jólin. Börnin fengu...
16.12.2014

Foreldrar sæki börn sín í skólann

Foreldrar sæki börn sín í skólann
Vegna óveðurs sem nú geisar á höfuðborgarsvæðinu hefur verklag um röskum á skólastarfi verið virkjað varðandi skólalok. Foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að tryggja að börn sín verði sótt í skólana að loknum skóladegi, þannig að þau séu ekki ein...
16.12.2014

Garðalundur vann hönnunarkeppnina Stíl

Garðalundur vann hönnunarkeppnina Stíl
Hópur frá félagsmiðstöðinni Garðalundi sigraði í hönnunarkeppninni Stíl sem var haldin í lok nóvember í Hörpu. Stíll er árleg hönnunarkeppni á milli félagsmiðstöðva þar sem keppt er í hárgreiðslu, förðun og fatahönnun út frá ákveðnu þema og í ár var...
15.12.2014

Leikskólinn Kirkjuból fær Grænfánann í þriðja sinn

Leikskólinn Kirkjuból fær Grænfánann í þriðja sinn
Leikskólinn Kirkjuból fékk Grænfána Landverndar afhentan í þriðja sinn í síðast liðinni viku. Börn og starfsfólk leikskólans leitast við að hlúa að og vernda náttúruna á margvíslegan máta og njóta hennar í leiðinni.
11.12.2014

Ljósin tendruð á vinabæjarjólatrénu

Ljósin tendruð á vinabæjarjólatrénu
Laugardaginn 6. desember voru ljósin tendruð á jólatrénu fyrir utan ráðhús Garðabæjar á Garðatorgi. Jólatréð kemur frá Asker, vinabæ Garðabæjar í Noregi, og í ár er þetta í 45. sinn sem Garðbæingar njóta þessarar vinasendingar þaðan.
11.12.2014

Fallegt jólatré í garði Ísafoldar

Fallegt jólatré í garði Ísafoldar
Það var hátíðleg athöfn laugardaginn 6. desember sl. þegar ljósin voru tendruð á fallegu jólatré í garði hjúkrunarheimilisins Ísafoldar í Garðabæ.