Deiliskipulag miðbæjar
Miðbær Garðabæjar, Svæði I og II. Breyting deiliskipulags.
Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með kynningu á breytingu á deiliskipulagi Miðbæjar í samræmi við 1.mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
Á uppdrætti er afmarkað svæði sem breytingar ná til og innan þess eru eftirfarandi lóðir: Garðatorg 1, 3 og 5 og Hrísmóar 2. Einnig óbyggðar lóðir Garðatorg 2, 4, 5a og 6 og Hrísmóar 15,17 og 19.
Meginmarkmið breytingarinnar er að laga sig að breyttum forsendum miðbæjarsvæðisins. Lögð er áhersla á að sú framtíðarsýn, sem gildandi deiliskipulag byggir á, haldist óbreytt. Áfram er stefnt að styrkingu Garðatorgs sem miðbæjarkjarna Garðabæjar. Með öflugri verslun og þjónustu í bland við aukið framboð íbúða á svæðinu, mun Garðatorg efla bæjarbrag og mannlíf í Garðabæ.
Breytingartillagan gerir m.a. ráð fyrir því að núverandi bygging við Garðatorg 1 muni standa áfram og að hámarksbyggingarmagn nýbygginga ofanjarðar í gildandi deiliskipulagi muni minnka úr 28.650 m2 í 22.050 og fjöldi nýrra íbúða úr 160 í 120. Form og lega byggingarreita og hámarkshæðir taka einnig breytingum.
Tillagan liggur frammi á bæjarskrifstofum Garðabæjar, Garðatorgi 7, frá 7. ágúst til og með 18. september 2012. Hún er einnig aðgengileg hér á vef Garðabæjar.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til þess að skila inn athugasemdum rennur út þriðjudaginn 18. september 2012.Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Garðabæjar og skulu þær vera skriflegar og undirritaðar. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna fyrir tilskilinn frest teljast samþykkir henni.
Arinbjörn Vilhjálmsson
skipulagsstjóri Garðabæjar
Uppdrættir fyrir breytingu: | Uppdrættir eftir breytingu - tillaga að deiliskipulagi |
Deiliskipulag miðbæjar | Deiliskipulagstillaga |
Deiliskipulag miðbæjar - sniðmyndir | Deiliskipulagstillaga - sniðmyndir |
Skuggavarp | |
Skuggavarpslíkan júní |
|
Skuggavarpslíkan september / mars |