Breyting á deiliskipulagi miðbæjar Garðabæjar, svæði I og II.

08.02.2013

AUGLÝSING UM SAMÞYKKT BÆJARSTJÓRNAR GARÐABÆJAR

BREYTING Á DEILISKIPULAGI MIÐBÆJAR GARÐARBÆJAR, SVÆÐI I OG II

Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkti á fundi sínum þann 6. desember 2012 breytingu  á deiliskipulagi  Miðbæjar Garðabæjar, svæðis I og II og hefur breytingin hlotið þá meðferð sem skipulagslög nr.123/2010 mæla fyrir um.

Breytingin nær til lóðanna: Garðatorg 1, 3 og 5 og Hrísmóar 2. Einnig  til óbyggðra lóða Garðatorg 2, 4, 5a og 6 og Hrísmóar 15,17 og 19. Meginmarkmið breytingarinnar er að laga sig að breyttum forsendum miðbæjarsvæðisins. Lögð er áhersla á að sú framtíðarsýn, sem gildandi deiliskipulag byggir á, haldist óbreytt.  Áfram er stefnt að styrkingu Garðatorgs sem miðbæjarkjarna Garðabæjar.

Breytingin gerir m.a. ráð fyrir því að núverandi bygging við Garðatorg 1 muni standa áfram og að hámarksbyggingarmagn nýbygginga ofanjarðar í gildandi deiliskipulagi muni minnka úr 28.650 m2 í 22.050 og fjöldi nýrra íbúða úr 160 í 120. Form og lega byggingarreita og hámarkshæðir  taka einnig breytingum.
Auglýsing  um gildistöku deiliskipulagsins  var birt í B-deild Stjórnartíðinda þann 31. janúar nr.83/2013.

Vakin er athygli á málskotsrétti samanber 10. kafla skipulagslaga nr.123/2010 og  lög um úrskurðarnefnd umhverfis -og auðlindamála nr.130/2011 en þar kemur fram að stjórnvaldsákvarðanir má kæra til  úrskurðarnefndar umhverfis -og auðlindamála.

Þeir einir geta kært stjórnvaldsákvarðanir sem eiga lögvarða hagsmuni tengda þeirri ákvörðun sem kæra á.  Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu deiliskipulags í B -deild Stjórnartíðinda.

Arinbjörn Vilhjálmsson
skipulagsstjóri

Til baka