Tillaga að breytingu deiliskipulags Ásgarðs og deiliskipulags Bæjargarðs

25.05.2016

Forkynning

Í samræmi við 4. mgr. 40. greinar skipulagslaga nr. 123 2010 auglýsir Garðabær hér með forkynningu á tillögum að breytingu á deiliskipulags Ásgarða og deiliskipulags Bæjargarðs.

Breytingartillagan sem nær til Ásgarðs gerir ráð fyrir tilfærslu æfingavalla og ljósamastra, stækkun lóðar íþróttasvæðis og breytingu á legu göngustígs meðfram húsum við Stekkjarflöt. Einnig verður byggingarreitur íþróttamannvirkja stækkaður.

Breytingartillagan sem nær til Bæjargarðs við Hraunsholtslæk gerir ráð fyrir íþróttavelli og strandblakvöllum við húsið Garð sem fær að standa samkvæmt tillögunni.

Forkynning stendur yfir til 14. júní 2016.
Kynningarfundur verður haldinn í Flataskóla, þriðjudaginn 31. maí 2016
klukkan 17:15.

Þar verður tillagan kynnt og fyrirspurnum svarað.

Á meðan á forkynningu stendur er hægt að koma ábendingum til skipulagsstjóra sem einnig mun svara fyrirspurnum um útfærslu tillögunnar. Öllum ábendingum verður komið á framfæri við skipulagsnefnd og bæjarstjórn, en vakin er athygli á því að þær teljast ekki formlegar athugasemdir. Að lokinni forkynningu verður tillagan lögð fram í skipulagsnefnd og vísað þaðan til afgreiðslu bæjarstjórnar. Þegar bæjarstjórn hefur samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagi verður það gert með áberandi hætti og gefst þá tækifæri til að gera formlegar athugasemdir við tillöguna innan athugasemdafrests.

Tillagan er aðgengileg á heimasíðu Garðabæjar www.gardabaer.is og í þjónustuveri Garðabæjar til 14. júní 2016.

Arinbjörn Vilhjálmsson
skipulagsstjóri Garðabæjar.

Ásgarður fyrir breytingu

Ásgarður eftir breytingu

Bæjargarður deiliskipulagsbreyting

Ásgarður og Bæjargarður eftir breytingu


Til baka