Auglýsing um deiliskipulag í Garðabæ

10.06.2016

Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með kynningu á eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

1.         Holtsbúð og Ásbúð
Svæðið sem skipulagið nær til eru göturnar Ásbúð og Holtsbúð. Við gerð tillögunnar hefur verið leitast við að viðhalda þeim ákvæðum sem voru hluti af upphaflegu skipulagi Ásbúðar og Holtsbúðar en auk þess eru nú sett ákvæði um nýtingarhlutfall íbúðarhúsa og breytta aðkomu og landnotkun á lóðinni Holtsbúð 87 (fyrrum hjúkrunarheimili). Aðkomu og bílastæðum við Holtsbúð 87 hefur nú verið breytt frá áður auglýstri tillögu. Auk þess er nú gert ráð fyrir dælustöð inni í hljóðmön við Hnoðraholtsbraut.
Þar sem að skipulag svæðisins var samþykkt áður en að aðalskipulag Garðabæjar var staðfest telst það ekki vera í gildi og því er deiliskipulagið auglýst að nýju.
Deiliskipulagstillagan er sett fram á uppdrætti og í greinargerð.

Ásbúð og Holtsbúð - uppdráttur

Ásbúð og holtsbúð - skilmálar

2.         Urriðaholt, Norðurhluti 3
Deiliskipulagstillagan, sem nær til 9 ha svæðis sem er sunnan Urriðaholtsstrætis og teygir sig upp á háholtið að Urriðaholtsskóla sem nú er í byggingu. Tillagan gerir ráð fyrir um 315 íbúðum í fjölbýli (3-5 hæðir) og rað- og parhúsum (1-2 hæðir), af mismundandi stærð í blandaðri byggð sem getur hentað fyrir alla aldurshópa. Gert er ráð fyrir hærra hlutfalli minni íbúða en í fyrri deiliskipulagsáföngum í Urriðaholti. Við Urriðaholtsstræti verða fjölbýlishús með atvinnutengdri starfsemi á neðstu hæð sem snýr að götunni.

Urriðholt Norðurhluti 3 - greinagerð

Urriðaholt Norðurhluti 3 - uppdráttur

Urriðaholt Norðurhluti 3 - skýringaruppdráttur

Urriðaholt Norðurhluti 3 - jarðsprungur

Urriðaholt Norðurhluti 3 - snið

Urriðaholt Norðurhluti 3 - yfirlit

    
Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með kynningu á breytingu á eftirfarandi deiliskipulagsáætlun í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.         Vesturhraun 5, tillaga að breytingu á deiliskipulagi Molduhrauns
Tillagan gerir ráð fyrir því að byggingareitur stækkar til vesturs í átt að Vesturhrauni 3. Að öðru leyti haldast önnur deiliskiplagsákvæði óbreytt.

Vesturhraun 5 - DSK uppdráttur


Tillögurnar liggja frammi á bæjarskrifstofum Garðabæjar, Garðatorgi 7, frá 13. júní 2016 til og með 9. september 2016. Þær eru einnig aðgengilegar á heimasíðu Garðabæjar www.gardabaer.is.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til þess að skila inn athugasemdum rennur út föstudaginn 9. september 2016.
Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Garðabæjar og skulu þær vera skriflegar og undirritaðar. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna fyrir tilskilinn frest teljast samþykkir henni.

Arinbjörn Vilhjálmsson
skipulagsstjóri

 


Til baka