Auglýsing um deiliskipulagsbreytingar í Garðabæ

06.09.2016

Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með kynningu á tillögum að breytingum eftirfarandi deiliskipulagsáætlana í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

1. Ásgarður, skóla og íþróttasvæði. Tillaga að breytingum deiliskipulags.

Tillagan gerir ráð fyrir tilfærslu æfingavalla og ljósamastra, stækkun lóðar íþróttasvæðis og breytingu á legu göngustígs meðfram húsum við Stekkjarflöt. Einnig verður byggingarreitur íþróttamannvirkja stækkaður.

Yfirlitsmynd eftir breytingu

Ásgarður breyting deiliskipulags

Ásgarður fyrir breytingu deiliskipulags

Ásgarður eftir breytingu deiliskipulags

2. Bæjargarður. Tillaga að breytingum deiliskipulags.

Tillagan gerir ráð fyrir íþróttavelli og sandblakvöllum við húsið Garð sem fær að standa samkvæmt tillögunni.

Yfirlitsmynd eftir breytingu

Bæjargarður breyting deiliskipulags

Bæjargarður fyrir breytingu deiliskipulags


3. Garðahraun (Prýði). Tillaga að breytingum deiliskipulags.

Tillagan gerir ráð fyrir því að tenging Garðahraunsvegar (Gamla Álftanesvegar) við Herjólfsbraut leggist af, tengingar og stígar við gatnamót við nýja Álftanesveginn breytast til aðlögunar að nýrri útfærslu gatnamóta auk ýmissa smærri breytinga á vegum og tengingum. Lega götunnar Steinprýði (hjá Gimli) sem og lóðamarka og byggingarreita breytist. Skipulagssvæðið er stækkað til norðurs og er þar nú gert ráð fyrir útivistarsvæði í hrauninu. Hljóðvarnir (jarðvegsmanir og skermar) milli byggðarinnar og nýja Álftanesvegar eru felldar brott þar sem þeirra reynist ekki þörf eftir breytingar sem gerðar voru á framkvæmd vegarins.

 

Garðahraun skipulagsuppdráttur 2016

Garðahraun skipulagsuppdráttur 2006

Garðahraun skipulagsskilmálar

Garðahraun skýringaruppdráttur


4. Urriðaholt, viðskiptastræti. Tillaga að breytingu deiliskipulags Urriðaholtsstræti 10-12.
Tillagan gerir ráð fyrir því að á efri hæðum verði heimilaðar íbúðir og að gert sé ráð fyrir allt að 36 smáíbúðum.

Urriðaholtsstræti 10-12 dsk br. - smáíbúðir

Tillögurnar liggja frammi á bæjarskrifstofum Garðabæjar, Garðatorgi 7, frá 7. september 2016 til og með 19.október 2016. Þær eru einnig aðgengilegar á heimasíðu Garðabæjar www.gardabaer.is.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til þess að skila inn athugasemdum rennur út miðvikudaginn 19.október 2016.

Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Garðabæjar og skulu þær vera skriflegar og undirritaðar. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillögurnar fyrir tilskilinn frest teljast samþykkir þeim.


Arinbjörn Vilhjálmsson
skipulagsstjóri Garðabæjar


Til baka