Breyting á deiliskipulagi - Urriðaholt, Norðurhluti, Holtsvegur 3-7 og Lynggata 1-2

28.12.2016

Garðabær auglýsir kynningu á breytingu á eftirfarandi deiliskipulagsáætlun í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Urriðaholt, Norðurhluti 2. áfangi.
Holtsvegur 3-7 og Lynggata 1-3.
Tillagan gerir ráð fyrir því að íbúðum á sameiginlegri lóð Holtsvegar 3-7 og Lynggötu 1-3 fjölgi úr 50 í 55. Bílastæðum á lóð fjölgar um 50 í 55, stæði og bílageymslum í sameiginlegri bílageymslu úr 46 í 47. Byggingarmagn, kennigrunnmynd og kennisnið fyrir húsgerð F-1 í deiliskipulagsgreinargerð haldast óbreytt.

Deiliskipulagsbreyting - Holtsvegur 3-7 og Lyngggata 1-2 (pdf-skjal)

Tillagan liggur frammi á bæjarskrifstofum Garðabæjar, Garðatorgi 7, frá 28. desember 2016 til og með 8. febrúar 2017. Hún er einnig aðgengileg á vef Garðabæjar gardabaer.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna.

Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út miðvikudaginn 8. febrúar 2017.  Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Garðabæjar og skulu þær vera skriflegar og undirritaðar.
Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna fyrir tilskilinn frest teljast samþykkir henni.

Til baka