Auglýsing um samþykkt og staðfestingu deiliskipulagsbreytingar í Garðabæ

09.03.2017

Þann 2. mars 2017 samþykkti bæjarstjórn Garðabæjar tillögu að breytingu deiliskipulags Ásgarðs, skóla og íþróttasvæðis í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


Breytingin gerir ráð fyrir tilfærslu æfingavalla og ljósmastra, stækkun lóðar íþróttasvæðis og breytingu á legu göngustígs meðfram húsum við Stekkjarflöt. Einnig stækkar byggingarreitur íþróttamannvirkja.
Breytingin tók gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda þann 3. mars. nr. 174/2017


Vakin er athygli á málskotsrétti sbr. 10. kafla skipulagslaga nr. 123/2010 og lög um úrskurðarnefnd umhverfis-og auðlindamála nr. 130/2011 en þar kemur fram að stjórnvaldsákvarðanir má kæra til úrskurðarnefndar umhverfis-og auðlindamála.


Þeir einir geta kært stjórnvaldsákvarðanir sem eiga lögvarða hagsmuni tengda þeirri ákvörðun sem kæra á. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu deiliskipulags í B-deild Stjórnartíðinda.


Til baka