Auglýsing um skipulag og skipulagsbreytingar í Garðabæ

09.03.2017

Í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123 2010 auglýsir Garðabær hér með eftirfarandi tillögu að breytingu aðalskipulags Garðabæjar 2004-2016.

1.  Aðalskipulag Garðabæjar 2004-2016. Tillaga að breytingu. Heiðmörk og Sandahlíð.
Tillaga að breytingu aðalskipulags gerir ráð fyrir því að land sem tilheyrir Heiðmörk innan Garðabæjar og svæði Skógræktarfélags Garðabæjar í Sandahlíð verði skilgreint sem opið svæði til sérstakra nota. Gert er ráð fyrir breytingum á legu útivistarstíga og reiðstíga. Breytingartillagan er sett fram á uppdrætti með greinargerð.

Í samræmi við 1.mgr. 41.gr. Skipulagslaga nr.123/2010 auglýsir Garðabær hér með tillögu að eftirfarandi deiliskipulagi. Í samræmi við 1.mgr.7.gr. laga um umhverfismat áætlana er umhverfisskýrsla sett fram í 7.kafla greinargerðar deiliskipulagstillögunnar.

Heiðmörk Aðalskipulagsbreyting

Heiðmörk sveitafélagsuppdráttur aðalskipulagsbreyting


2.  Heiðmörk og Sandahlíð. Tillaga að deiliskipulagi.
Tillagan hefur það markmið að fá heildstæðara og markvissara skipulag fyrir svæðið sem verndar- ræktunar- og útivistarsvæði. Gildi svæðisins sem slíks verður styrkt með því að skilgreina skógræktarsvæði fyrir útivistarskóg, afmarka útivistarsvæði þar sem lítil útilífsmiðstöð verður staðsett, afmarka áningarstaði m.a. með nestis- og grillaðstöðu, sýna lagfæringu á Heiðmerkurvegi og á línuveginum og skilgreina bílastæði. Skilgreindir eru göngu-, hjóla- og reiðstígar sem tengja saman mismunandi svæði til að bæta aðgengi almennings og styrkja gildi svæðisins til fjölbreyttrar útivistar. Einnig á deiliskipulagið að taka tillit til þeirrar verndunar sem í gildi er á skipulagssvæðinu og tryggja verndun náttúru- og menningarminja.

Í samræmi við 1.mgr. 43. gr. og 1.mgr. 41.gr. Skipulagslaga nr.123/2010 auglýsir Garðabær hér með tillögu að eftirfarandi deiliskipulagsbreytingu.

Heiðmörk og Sandahlíð dsk uppdráttur

Heiðmörk og Sandahlíð dsk skýringaruppdráttur

Heiðmörk og Sandahlíð deilskipulag - greinargerð, skilmálar og umhverfisskýrsla - Tillaga

3. Deiliskipulag Hraunsholts eystra. Lynghólar 32-38. Tillaga að breytingu.
Tillagan gerir ráð fyrir því að lóðirnar Lynghólar 32, 34, 36 og 38 breytist úr raðhúsalóðum í tvíbýlishúsalóðir. Íbúðum fjölgar úr 4 í 8. Byggingarmagn og hæð húsa er óbreytt.

Breyting á deiliskipulagi - uppdráttur - Lynghólar 32-38

 

Tillögurnar liggja frammi á bæjarskrifstofum Garðabæjar, Garðatorgi 7, frá 10.mars til og með 21.apríl 2017.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til þess að skila inn athugasemdum rennur út föstudaginn 21. apríl 2017.
Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Garðabæjar og skulu þær vera skriflegar og undirritaðar. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna fyrir tilskilinn frest teljast samþykkir henni.

Arinbjörn Vilhjálmsson
skipulagsstjóri Garðabæjar.


Til baka