Breytingar á svæðisskipulagi á höfuðborgarsvæðinu

10.03.2017
Breytingar á svæðisskipulagi á höfuðborgarsvæðinu
Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu

Framundan eru breytingar á svæðisskipulagi á höfuðborgarsvæðinu.  Breytingarnar felast í að festa legu samgönguása fyrir Borgarlínu og að skilgreina viðmið um uppbyggingu á áhrifasvæðum. Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu auglýsa þessar breytingar.

Verkefnalýsingar eru í kynningu frá 10. mars til og með 25. apríl 2017.  Athugasemdir og ábendingar verða að vera skriflegar og þurfa að berast skrifstofu SSH eða á skrifstofu viðkomandi sveitarfélags. 

Að neðan má finna gögn varðandi þessar breytingar:

Auglýsing um breytingar

Borgarlína og auknar byggingarheimildir innan áhrifasvæða

Verklýsing vegna breytinga á svæðisskipulagi

 

Til baka