Garðahverfi á Álftanesi - tillaga að verndarsvæði í byggð

21.04.2017

Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkti á fundi sínum 6. apríl sl. að leggja fram tillögu til mennta- og menningarráðherra um að Garðahverfi verði gert að verndarsvæði í byggð, sbr. 4. gr. laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015.  Tillagan fjallar um verndargildi byggðarinnar í  Garðahverfi sem hefur, þrátt fyrir legu sína á næstum miðju höfuðborgarsvæðisins, haldist óbreytt um langt skeið. Byggðarmynstrið og sýnilegar minjar um eldri byggð og landnýtingu bera þannig vitni um gamla tíma.
Með tillögu um Garðahverfi sem verndarsvæði í byggð verður verndargildi staðarins fest enn frekar í sessi og byggir tillagan á verndarákvæðum deiliskipulags Garðahverfis sem samþykkt var í bæjarstjórn Garðabæjar 21. nóvember 2013.

Tillagan ásamt greinargerð liggur frammi á bæjarskrifstofum Garðabæjar, Garðatorgi 7, frá 24. apríl til og með 6. júní 2017. Tillöguna er einnig hægt að nálgast hér á vef Garðabæjar.  
Frekari upplýsingar um Garðahverfið og skipulagsgögn um það má finna á vefnum www.gardahverfi.is.

Þeim sem vilja er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til 6. júní  2017. Senda skal athugasemdir til bæjarskrifstofa Garðabæjar eða á netfangið gardabaer@gardabaer.is.
Haldinn verður kynningarfundur um tillöguna þann 3. maí 2017 kl. 17:00 að Garðaholti og  verður hann auglýstur nánar síðar.

Bæjarstjóri

Til baka