Tillaga að deiliskipulagi Lunda

28.04.2017

Í samræmi við 4. mgr. 40. greinar skipulagslaga nr. 123 2010 auglýsir Garðabær hér með forkynningu á tillögu að deiliskipulagi Lundahverfis í Garðabæ. Svæðið sem skipulagið nær til eru göturnar Hofslundur, Hörgslundur, Reynilundur, Heiðarlundur, Furulundur, Espilundur,Grenilundur, Víðilundur, Einilundur, Hvannalundur,Skógarlundur, Asparlundur, Gígjulundur,Þrastarlundur, Hörpulundur og Efstilundur auk efsta hluta Hofstaðabrautar og Karlabrautar. Við gerð tillögunnar hefur verið leitast við að viðhalda þeim ákvæðum sem voru hluti af upphaflegu skipulagi Lunda en auk þess eru nú sett ákvæði um nýtingarhlutfall íbúðarhúsa og skipulag leikskólalóðar Lundabóls.

Deiliskipulagstillagan er sett fram á uppdráttum og í greinargerð.
Forkynning stendur yfir til 1. júní 2017.

Kynningarfundur verður haldinn í Flataskóla, fimmtudaginn 11. maí klukkan 17:00.

Þar verður tillagan kynnt og fyrirspurnum svarað.

Á meðan á forkynningu stendur er hægt að koma ábendingum til skipulagsstjóra sem einnig mun svara fyrirspurnum um útfærslu tillögunnar. Öllum ábendingum verður komið á framfæri við skipulagsnefnd og bæjarstjórn, en vakin er athygli á því að þær teljast ekki formlegar athugasemdir. Að lokinni forkynningu verður tillagan lögð fram í skipulagsnefnd og vísað þaðan til afgreiðslu bæjarstjórnar. Þegar bæjarstjórn hefur samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagi verður það gert með áberandi hætti og gefst þá tækifæri til að gera formlegar athugasemdir við tillöguna innan athugasemdafrests.
Tillagan er aðgengileg á heimasíðu Garðabæjar www.gardabaer.is og í þjónustuveri Garðabæjar til 1. júní 2017.

Arinbjörn Vilhjálmsson
skipulagsstjóri Garðabæjar.

Lundir DSK greinargerð forkynning

Lundir DSK uppdráttur forkynning

Lundir DSK skýringaruppdráttur forkynning


Til baka