Auglýsing um deiliskipulagsbreytingu í Garðabæ

31.05.2017

Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með kynningu á breytingum eftirfarandi deiliskipulagsáætlana í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Mosagata 9-27 (9-15). Tillaga að breytingu á deiliskipulaginu Urriðaholt-Vesturhluti.
Tillagan gerir ráð fyrir því að lóðin verði sameinuð í eina lóð. Gert er ráð fyrir sameiginlegri bílgeymslu á lóð. Fjölbýlihúsum á lóð verði snúið og svalagangar verði heimilaðir á garðhlið. Fallið er frá hugmynd um parhús mót Mosagötu en íbúðarhluti færður að Mosagötu. Íbúðum fjölgar um tvær.

Tillögurnar liggja frammi á bæjarskrifstofum Garðabæjar, Garðatorgi 7, frá 1. júní 2017 til og með 13. júlí 2017. Þær eru einnig aðgengilegar á heimasíðu Garðabæjar www.gardabaer.is.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til þess að skila inn athugasemdum rennur út fimmtudaginn 13. júlí 2017.

Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Garðabæjar og skulu þær vera skriflegar og undirritaðar. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillögurnar fyrir tilskilinn frest teljast samþykkir þeim.


Arinbjörn Vilhjálmsson
skipulagsstjóri Garðabæjar

Deiliskipulagsbreyting Mosagata 9-27 (9-15)


Til baka