Borgarlína - forkynning á vinnslutillögu fyrir breytingu á aðalskipulagi

02.06.2017

Forkynning á vinnslutillögu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar 2004-2016 (og Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030) 
Borgarlína og þróunar- og samgönguás

Bæjarstjórn Garðabæjar hefur samþykkt að kynna drög að breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar 2004-2016 og á tillögu að Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
Drög að breytingartillögu fjallar um legu Borgarlínu í sveitarfélaginu og tillögur að staðsetningu kjarnabiðstöðva. Gerð er grein fyrir valkostum um legu Borgarlínu og þeim þáttum sem þarf að skoða frekar við mótun skipulagstillögu. Í drögum að skipulagsgögnum eru kynntar hugmyndir að skilmálum innan áhrifasvæða Borgarlínu, sem taka til uppbyggingarheimilda og viðmiða um bílastæði og hjólastæði á viðkomandi þróunarsvæðum. 
Samhliða er auglýst drög að breytingum á aðalskipulagsáætlunum annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og drög að breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. 

Opinn fundur verður um Borgarlínuna og samgöngu- og þróunarás þann 7. júní 2017 kl 15:00  í Salnum Kópavogi, Hamraborg 6.

Drög að aðalskipulagsbreytingu verða aðgengileg á heimasíðu Garðabæjar www.gardabaer.is
Ábendingar og athugasemdir við drögin skal senda til skipulagsfulltrúa á netfangið arinbjorn@gardabaer.is     Einnig er hægt að senda athugasemdir merktar Aðalskipulagsbreyting-Borgarlína á póstfangið, Garðabær, Garðatorgi 7, 210 Garðabær.
  
Frestur til að koma með ábendingar við drög að aðalskipulagsbreytingu er til og með 20. júní 2017.
Arinbjörn Vilhjálmsson
Skipulagsstjóri Garðabæjar

 Gögn:
Vinnslutillaga vegna breytingar á aðalskipulagi Garðabæjar 2004-2016 - afmörkun samgöngu- og þróunaráss höfuðborgarsvæðisins (maí 2017, pdf-skjal)

Uppdráttur (jpg-mynd, 17 MB)

Uppdráttur (jpg-mynd, 33 MB) 

Auglýsing:
Forkynning á vinnslutillögu fyrir breytingu á Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2040.
Staðsetning Borgarlínu og auknar byggingarheimildir innan áhrifasvæða hennar

 

 

Til baka