Lýsing fyrir tillögu að deiliskipulagi í Urriðaholti Garðabæ, austurhluti 1

03.07.2017

Bæjarstjórn Garðabæjar hefur í samræmi við 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr.123/2010 samþykkt skipulags- og matslýsingu vegna fyrirhugaðs deiliskipulags í austurhluta 1 í Urriðaholti. Markmiðið er að deiliskipuleggja svæðið fyrir íbúðarbyggð með 450-550 íbúðareiningum í samræmi við aðal-og rammaskipulag. Byggðin verði þéttust og hæst næst háholtinu en lágreistari sem nær dregur vatninu. Gert verður ráð fyrir almenningsgarði með íþróttaaðstöðu.

Lýsingin er aðgengileg á heimasíðu Garðabæjar www.gardabaer.is og í þjónustuveri. Allir geta kynnt sér tillöguna og komið með ábendingar eða athugasemdir. Þær þurfa að vera skriflegar og berast skipulagsstjóra Garðabæjar Arinbirni Vilhjálmssyni á netfangið arinbjorn@gardabaer.is eða í bréfi til Garðabæjar, Garðatorgi 7, 210 Garðabær, fyrir 3. ágúst 2017.

Skipulagsstjóri Garðabæjar

 

Skipulags- og matslýsing dags. 27.04.2017


Til baka