Urriðaholtsstræti 30 - Breyting á deiliskipulagi Urriðaholts 3. áfanga

06.07.2017
Bæjarráð Garðabæjar auglýsir hér með kynningu á breytingu á deiliskipulagi Norðurhluta Urriðaholts 3.áfanga sem nær til lóðarinnar Urriðaholtsstræti 30 í samræmi við 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. sömu laga.
Tillagan gerir ráð fyrir því að að leyfilegur fjöldi íbúða á lóðinni fjölgi úr 12 í 13.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út miðvikudaginn 16. ágúst 2017. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Garðabæjar og skulu þær vera skriflegar og undirritaðar. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna fyrir tilskilinn frest teljast samþykkir henni.

Skipulagsstjóri Garðabæjar
Til baka