Auglýsing um deiliskipulagsbreytingar í Garðabæ - Suðurhraun 1 og 3 - Hlið

31.08.2017

Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með kynningu á breytingum eftirfarandi deiliskipulagsáætlana í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


1.  Suðurhraun 1 og 3. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Molduhrauns.
Tillagan gerir ráð fyrir því að grunnflötur húss getur orðið allt að 60 % af stærð lóðar í stað 40 % og að nýtingarhlutfall geti orðið allt að 1 í stað 0,6. Ennfremur er gert ráð fyrir breytingu á grein 2.3. í skilmálum þannig að hægt sé að veita byggingarleyfi fyrir færri bílastæðum á lóð en skilmálar miða við ef sýnt sé fram á hvernig bregðast megi við ef aðstæður breytast sem kalla á fleiri stæði.

Suðurhraun 1-3 dsk br. tillaga

Suðurhraun 1-3 greinargerð

2.   Hlið. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hliðs.
Tillagan gerir ráð fyrir því að byggingarreitur c færist til norðurs og verður vestan við núverandi íbúðarhús.

Hlið dsk br. tillaga

Hlið skipulagsskilmálar


Tillögurnar liggja frammi á bæjarskrifstofum Garðabæjar, Garðatorgi 7, frá 1. september 2017 til og með 16. október 2017. Þær eru einnig aðgengilegar á heimasíðu Garðabæjar www.gardabaer.is.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til þess að skila inn athugasemdum rennur út 16. október 2017.

Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Garðabæjar og skulu þær vera skriflegar og undirritaðar. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillögurnar fyrir tilskilinn frest teljast samþykkir þeim.Arinbjörn Vilhjálmsson
skipulagsstjóri Garðabæjar

Til baka