Auglýsing um deiliskipulagsbreytingur í Garðabæ

29.09.2017

Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með kynningu á breytingum eftirfarandi deiliskipulagsáætlana í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Víkurgata 4-31. Tillaga að breytingu á deiliskipulaginu Urriðaholt - Vesturhluti.

Tillagan gerir ráð fyrir eftirfarandi breytingum á einbylishúsum við Víkurgötu: Grunnflötur byggingarreits án bílgeymslu í húsagerð E3 stækkar úr 100 m2 í 120 m2. Hæðarfjöldi breytist í "2 hæðir" úr "2-3 hæðir" í húsagerð E3. Hámarkshæð lækkar um 3 metra. Húsagerð á lóðum Víkurgötu 19 og 21 breytist úr húsagerð E1b í E1a. Viðmiðunarbyggingarmagn minnkar. Ákvæði um að heimilt sé að fylgja skilmálum fyrir húsagerð 11b á lóðum með húsagerð E1a er felld út gildi. Kennisnið E1a, E1c og E4 eru óbreytt.

Tillögurnar liggja frammi á bæjarskrifstofum Garðabæjar, Garðatorgi 7, frá 29. september til og með 10. nóvember 2017. Þær eru einnig aðgengilegar á heimasíðu Garðabæjar www.gardabaer.is.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til þess að skila inn athugasemdum rennur út fimmtudaginn 10. nóvember 2017.

Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Garðabæjar og skulu þær vera skriflegar og undirritaðar. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillögurnar fyrir tilskilinn frest teljast samþykkir þeim.


Arinbjörn Vilhjálmsson
skipulagsstjóri Garðabæjar

Skipulagsuppdráttur Víkurgata

Skýringaruppdráttur  Víkurgata

Til baka