Auglýsing um deiliskipulag í Garðabæ - Arnarnes

12.10.2017

Í samræmi við 1. mgr. 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 auglýsir Garðabær hér með kynningu á tillögu að deiliskipulagi íbúðarbyggðar í Arnarnesi. Tillagan er nú kynnt Í þriðja sinn með nokkrum breytingum og lagfæringum.

Deiliskipulagstillagan er sett fram á tveimur uppdráttum og í greinargerð. Þar er kveðið á um öll atriði deiliskipulags eins og áskilið er í skipulagslögum og skipulagsreglugerð, s.s. byggingarreiti, nýtingarhlutfall, hæð húsa, útfærslu opinna svæða o.s.frv.

Við gerð tillögunnar hefur verið leitast við að viðhalda þeim ákvæðum sem voru hluti af upphaflegu skipulagi Arnarness frá 1961 en auk þess eru nú sett ákvæði um nýtingarhlutfall íbúðarhúsa og breytta landnotkun á háholtinu sem skilgreint er sem almenningsgarður í tillögunni.

Deiliskipulag Arnarness tók gildi þann 23.maí 2014. Þann 17.mars 2016 felldi úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála deiliskipulagið úr gildi í kjölfar kærumála. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að breytingar þær sem gerðar voru á deiliskipulaginu við afgreiðslu þess að lokinni kynningu haf varðað grundvallaratriði þess og bæri því að auglýsa það að nýju. Þær breytingar sem bæjarstjórn gerði var ætlað að koma til móts við fjölda athugasemda sem borist höfðu í athugsemdarfresti.

Þær helstu breytingar sem gerðar eru á tillögunni frá áður samþykktu skipulagi eru að í stað 4 einbýlishúsa efst í Hegranesi er nú gert ráð fyrir raðhúsum með alls 12 íbúðareiningum. Auk þess eru gerðar ýmsar smærri lagfæringar.

Tillagan liggur frammi á bæjarskrifstofum Garðabæjar, Garðatorgi 7 frá 13. október til og með 27. nóvember 2017. Hún er enn fremur aðgengileg á vef Garðabæjar gardabaer.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til þess að skila inn athugasemdum rennur út mánudaginn 27. nóvember 2017. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Garðabæjar og skulu þær vera skriflegar og undirritaðar.

Arinbjörn Vilhjálmsson
skipulagsstjóri Garðabæjar

Arnarnes DSK uppdráttur

Arnarnes DSK greinargerð

Arnarnes DSK eldri uppdráttur

Til baka