Tillaga að deiliskipulagi Lunda

03.11.2017

AUGLÝSING

Í samræmi við 1. mgr. 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 auglýsir Garðabær hér með tillögu að endurskoðuðu deiliskipulagi Lundahverfis í Garðabæ.

Svæðið sem skipulagið nær til eru göturnar Hofslundur, Hörgslundur, Reynilundur, Heiðarlundur, Furulundur, Espilundur,Grenilundur, Víðilundur, Einilundur, Hvannalundur,Skógarlundur, Asparlundur, Gígjulundur, Þrastarlundur, Hörpulundur og Efstilundur auk efsta hluta Hofstaðabrautar og Karlabrautar. Við gerð tillögunnar hefur verið leitast við að viðhalda þeim ákvæðum sem voru hluti af upphaflegu skipulagi Lunda en auk þess eru nú sett ákvæði um nýtingarhlutfall íbúðarhúsa og skipulag leikskólalóðar Lundabóls.

Deiliskipulagstillagan er sett fram á uppdráttum og í greinargerð.

Sú breyting var gerð á tillögunni eftir forkynningu að bygging bílageymslu verður valkvæð og að á hverri einbýlishúslóð verði rými fyrir 3 bifreiðar.

Tillagan liggur frammi á bæjarskrifstofum Garðabæjar, Garðatorgi 7, frá 6. nóvember til og með 18. desember 2017. Hún eru einnig aðgengileg á heimasíðu Garðabæjar www.gardabaer.is.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til þess að skila inn athugasemdum rennur út mánudaginn 18. desember 2017.
Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Garðabæjar og skulu þær vera skriflegar og undirritaðar. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna fyrir tilskilinn frest teljast samþykkir henni.


Arinbjörn Vilhjálmsson
skipulagsstjóri Garðabæjar

DSK Lundir greinagerð auglýst tillaga

DSK Lundir uppdráttur auglýst tillaga

DSK Lundir skýringaruppdráttur auglýst tillaga

Til baka