Auglýsing um samþykkt á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016 - 2030

09.11.2017

Aðalskipulag Garðabæjar sem gildir fyrir tímabilið 2016-2030 var samþykkt í bæjarstjórn Garðabæjar þann 5. október síðastliðinn. Við samþykkt aðalskipulagsins voru gerðar nokkrar minniháttar breytingar á auglýstri tillögu í kjölfar athugasemda og umsagna sem bárust innan tilskilins frests.

Svör bæjarstjórnar hafa verið send þeim aðilum sem gerðu athugasemdir og veittu umsagnir.

Aðalskipulagið hefur verið sent Skipulagsstofnun til athugunar og gerður er fyrirvari um afreiðslu stofnunarinnar þar til það hefur verið staðfest.

Aðalskipulagið ásamt svörum bæjarstjórnar við athugasemdum og umsögnum ásamt lýsingu á innihaldi þeirra er nú aðgengilegt á heimasíðu Garðabæjar www.gardabaer.is

Garðabæ 7. nóvember 2017
Arinbjörn Vilhjálmsson
skipulagsstjóri Garðabæjar

Aðalskipulag Garðabæjar 2016 - 2030, greinagerð

Aðalskipulag Garðabæjar 2016 - 2030, Umhverfisskýrsla

Aðalskipulag Garðabæjar 2016 - 2030, Norðuruppdráttur

Aðalskipulag Garðabæjar 2016 - 2030, Suðuruppdráttur

Svör bæjarstjórnar við athugasemdum og umsögnum

Til baka