Auglýsing um Deiliskipulagsbreytingu í Garðabæ - Urriðaholtsstræti 22, 24 og 26

17.11.2017

Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með kynningu á breytingum eftirfarandi deiliskipulagsáætlana í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Urriðaholtsstræti 22, 24 og 26. Tillaga að breytingu Norðurhluta Urriðaholts 3. áfanga. Tillagan gerir ráð fyrir eftirfarandi breytingum. Breytt aðkoma að lóðum nr. 22 og 24. Minni háttar breyting byggingarreita allra lóða. Nýjir byggingarreitir fyrir opin bílskýli á lóðum nr. 22 og 24. Aukið byggingarmagn bílskýla um 500 m2. Fjölgun íbúða um 6 (úr 45 í 51 íbúð), tvær á hverri lóð. Innbyrðis breyting á fjölda heimilaðra minni og stærri íbúða milli lóða.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 29. desember 2017. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Garðabæjar og skulu þær vera skriflegar og undirritaðar. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna fyrir tilskilinn frest teljast samþykkir henni.

Arinbjörn Vilhjálmsson
Skipulagsstjóri Garðabæjar

Deiliskipulagsbreyting Norður hluti Urriðaholts 3. áfangi - Urriðaholtsstræti 22, 24, 26.
Til baka