Endurbætur Hafnarfjarðarvegar frá Vífilsstaðavegi að Lyngási - forkynning - íbúafundur

07.12.2017

ENDURBÆTUR HAFNARFJARÐARVEGAR FRÁ VÍFILSSTAÐAVEGI AÐ LYNGÁSI
FORKYNNING-ÍBÚAFUNDUR

Skipulagsnefnd Garðabæjar hefur samþykkt að vísa tillögum að breytingum á deiliskipulagi svæða við Hafnarfjarðarveg til forkynningar. Um er að ræða kynningu í tengslum við fyrirhugaðar endurbætur á Hafnarfjarðarvegi á milli Vífilsstaðavegar og Lyngáss ásamt gatnamótum.

Tillögurnar eru aðgengilegar á vef Garðabæjar, gardabaer.is, frá 11. desember. Hægt er að senda inn ábendingar um tillögurnar á netfangið gardabaer@gardabaer.is fyrir 2. janúar 2018.

Boðað er til íbúafundar í Flataskóla, við Vífilsstaðaveg, fimmtudaginn 14. desember kl. 17.15-19.00.
Þar verða tillögur kynntar og spurningum svarað.

Íbúafundur - viðburður á facebook síðu Garðabæjar.

 Gögn (pdf-skjöl):

Yfirlitsmynd - Hafnarfjarðarvegur

Ásgarður DSK breyting vegna endurbóta

Ásar og Grundir DSK breyting vegna endurbóta

Miðbær neðsta svæði DSK breyting vegna endurbóta

Hraunsholt Eystra DSK breyting vegna endurbóta

Hörgatún 2, DSK breyting vegna endurbóta

Til baka