Lyklafellslína

22.12.2017

Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkti á fundi sínum þann 7. desember sl. umsókn Landsnets , kt. 580804-2410, Gylfaflöt 9, Reykjavík um framkvæmdaleyfi fyrir Lyklafellslínu innan lögsögu Garðabæjar, einsog og framkvæmdu hennar er lýst í umsókn um framkvæmdaleyfi, greinargerð og matsskýrslu.

Afgreiðsla bæjarstjórnar Garðabæjar var með eftirfarandi hætti:

„Með bréfi, dags. 29. desember 2016 sótti Landsnet hf. um framkvæmdaleyfi innan lögsögu Garðabæjar fyrir byggingu Lyklafellslínu. Um er að ræða byggingu háspennulínu 220/400 kV frá Lyklafelli í Mosfellsbæ að Hamranesi í Hafnarfirði. Á móti verða fjarlægðar Hamraneslína 1 og 2, sem liggja frá Geithálsi um Heiðmörk að Hamranesi, og Ísallína 1 og 2, frá tengivirki við Hamranes að álverinu.
Í umsókninni er vísað til 13. og 14. gr. skipulaglaga nr. 123/2010, sbr. 6. og 7. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
Umrædd framkvæmd er matskyld samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og er fyrirliggjandi álit Skipulagstofnunar, dags. 17. september 2009 ásamt matsskýrslu Landsnets, dags. 10. ágúst 2009. Framkvæmdin er í samræmi við svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins og aðalskipulag Garðabæjar.
Í málinu liggja fyrir eftirfarandi gögn:
Umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi, dags. 29.12.2016.
Matsskýrsla frá 10.08.2009.
Álit Skipulagsstofnunar, dags. 17.09.2009.
Starfsleyfi heilbrigðiseftirlits, dags. 09.06.2017.
Skýrsla Eflu - lýsing mannvirkja vegna útgáfu framkvæmdaleyfis, dags. í des. 2016.
Skýrsla Landsnets frá febrúar 2017 - fyrirhugaðar framkvæmdir við breytingar 2017-2019 á flutningskerfi við höfuðborgarsvæði.
Skýrsla Eflu um áhættumat vegna vatnsverndar.
Fulltrúar Landsnets hafa kynnt fyrirhugðar framkvæmdir á sameignlegum fundi skipulagsnefndar og umhverfisnefndar sem haldinn var fimmtudaginn 5. október sl. Við kynningu og umfjöllun um málið hefur verið farið yfir áhrif framkvæmdanna á vatnvernd og í starfsleyfi heilbrigðisnefndar eru sett skilyrði um verklag og mengunavarnir. Þá hefur einnig farið fram umræða um möguleika á að leggja jarðstreng en fyrir liggur umsögn Umhverfistofnunar um að stofnunin sé ekki hlynnt lagningu jarðstrengja í hraunum. Í því sambandi er m.a. bent á að loftlínur eru afturkræfari framkvæmdir í hraunum en jarðstrengir sbr. áætlanir um niðurrif Hamraneslínu 1 og 2. Það mat liggur einnig fyrir að lagning jarðstrengs er ekki ásættaleg lausn á þessu svæði m.t.t. hagsmuna vatnsverndar.
Þá var haldinn opin fundur í Sjálandskóla þriðjudaginn 21. nóvember 2017 þar sem fulltrúar Landsnets hf. kynntu fyrirhugaðar framkvæmdir við Lyklafellslína ásamt því sem fulltrúar Náttúrverndarsamtaka Suðvesturlands og Hraunavina kynntu sjónarmið sín og athugasemdir vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar við Lyklafellslínu.
Bæjarstjórn samþykkir með vísan til 13. og 14. gr. skipulagslaga, sbr. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 að Landsneti hf. verði veitt framkvæmdaleyfi fyrir Lyklafellslínu innan lögsögu Garðabæjar enda verði framkvæmdin eins og lýst er í framkvæmdaleyfisumsókn, fylgi- og hönnunargögnum, og matskýrslu. Lögð er áhersla á að dregið verði sem kostur er úr neikvæðum áhrifum á umhverfið og framkvæmdaleyfið bundið skilyrðum sem fram koma í matskýrslu Landsnets, áliti Skipulagsstofnunar, leyfi Umhverfisstofnunar og starfsleyfi heilbrigðisnefndar.
Bæjarstjórn bendir á að með lagningu Lyklafellsínu mun Landsnet í framhaldinu sækja um að fjarlægja háspennulínur er liggja um Heiðmörk með þeim áhrifum að háspennulínur færast fjær útivstarsvæðum og mun möstrum í landi Garðabæjar fækka verulega.
Bæjarstjórn er kunnugt um við afgreiðslu málsins að framkvæmdaleyfi sem bæði Hafnarfjarðarbær og Mosfellsbær hafa samþykkt fyrir lagningu Lyklafellslínu hafa verið kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Bæjarstjórn lýsir því yfir að hún telji það í samræmi við góða stjórnsýsluhætti að umdeild mál meðal íbúa landsins eins og lagning Lyklafellslínu sæti kæru og fái málsmeðferð og endanlega niðurstöðu með úrskurði æðra stjórnvalds.“

Framkvæmdaleyfið sem gefið var út 18. desember 2017, ásamt fylgigögnum er aðgengilegt á vef Garðabæjar, gardabaer.is. Matsskýrsla frá 10.08.2009 og álit Skipulagsstofnunar, dags. 17.09.2009 eru aðgengileg á vef Skipulagsstofnunar skipulag.is.

Vakin er athygli á að niðurstaða bæjarstjórnar er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sbr. 4. gr. laga nr. 130/2011. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar.

Skipulagsstjóri Garðabæjar

Framkvæmdaleyfi
Umsókn landsnets
Matsskýrsla
Álit Skipulagsstofnunar
Starfsleyfi
Skýrsla Eflu
Skýrsla Landsnets
Áhættumat vegna vatnsvernar

Til baka