Deiliskipulag á Álftanesi, Miðsvæði og Suðurnes

27.02.2018

Bæjarstjórn Garðabæjar hefur í samræmi við 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr.123/2010 samþykkt skipulagslýsingu á gerð deiliskipulagsins Miðsvæði og Suðurnes Álftaness. Fyrirhugað er að vinna deiliskipulag skv. henni af svæði sem er á Miðsvæði og Suðurnesi og er svæðið um 94 ha að stærð. Markmiðið er að deiliskipuleggja svæðið fyrir íbúðabyggð og nærþjónustu í samræmi við Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030. Byggðin verði þéttust og hæst næst skólasvæði en lágreistari sem nær dregur opnum svæðum með strandlengju og tjarnarbökkum. Tillagan skal byggja á vinningstillögu úr samkeppni um deiliskipulag svæðisins sem efnt var til á síðasta ári.

Lýsingin er aðgengileg fyrirneðan og í þjónustuveri. Ábendingar vegna lýsingarinnar skulu berast tækni-og umhverfissvði Garðabæjar, Garðatorgi 7, 210 Garðabær, fyrir 15.mars 2018.

Skipulagsstjóri Garðabæjar

Skipulagslýsing - deiliskipulag fyrir Miðsvæði og Suðurnes Álftaness


Til baka