Kvenfélag Garðabæjar og Álftaness

03.11.2008

Sameiginlegur félagsfundur hjá Kvenfélögum Garðabæjar og Álftaness

Næsti félagsfundur hjá Kvenfélagi Garðabæjar verður að þessu sinni sameiginlegur með Kvenfélagi Álftaness og verður haldinn þriðjudaginn 4. nóvember 2008 kl. 20.00 í Hátíðarsal íþróttahússins á Álftanesi. Það verður boðið upp á súpu, salat og brauð á fundinum, kaffi á eftir og kostar þetta kr. 1.000,-

Skemmtinefndir beggja félaganna hafa verið að störfum og hafa Álftnesingar fengið Sigríði Klingenberg spámiðil til að koma og skemmtinefndin frá Garðbæ hafa fengið stúlkur úr Tónlistarskólanum til að flytja tónlistaratriði. Fundarsölunefndin verður með sölu á staðnum og er strax byrjuð að huga að jólaundirbúningi og salan tengd því.

Þetta er skemmtileg nýbreytni hjá félögunum að sameinast á félagsfundi og verður spennandi að sjá hvernig til tekst og alltaf gaman að hitta hina góðu granna.

Konur fjölmennum á fundinn.
Stjórn Kvenfélags Garðabæjar www.kvengb.is

Til baka