Starfsstyrkur til listamanna

22.04.2009

 

Starfsstyrkur til listamanna í Garðabæ

Menningar- og safnanefnd Garðabæjar auglýsir eftir umsóknum um starfsstyrk listamanna árið 2009. Einnig auglýsir nefndin eftir rökstuddum ábendingum frá einstaklingum, samtökum listamanna eða annarra um hverjir skulu hljóta starfsstyrk.

Umsóknareyðublöð ásamt reglum um starfsstyrkinn fást  á bæjarskrifstofum Garðabæjar, Garðatorgi 7 og einnig hér á heimasíðu Garðabæjar.

Rafrænt umsóknareyðublað (undir flokknum íþróttir og listir)
Reglur um starfsstyrkinn

Nánari upplýsingar um bæjarlistamenn Garðabæjar.

Upplýsingar veitir Hulda Hauksdóttir upplýsingafulltrúi í síma 525 8500/ 525 8527 eða t-póstur hulda@gardabaer.is.

Ábendingum eða umsóknum skal skila með rafrænni umsókn eða á bæjarskrifstofur Garðabæjar, Garðatorgi 7,  í síðasta lagi mánudaginn 4. maí 2009.

Til baka