Myndlist á Garðatorgi

28.04.2009
Samsýning myndlistarmanna í göngugötunni á Garðatorgi og í gamla Sparisjóðshúsnæðinu

MYNDLISTARSÝNING 18 LISTAMANNA Á GARÐATORGI

Í Garðabæ eru starfandi fjölmargir myndlistarmenn og nú hafa 18 þeirra tekið höndum saman og efna til sýningar á GARÐATORGI í tilefni sumarkomunnar. Listamennina langar til að gleðja bæjarbúa og aðra gesti með þessari sýningu og vonandi getur hún orðið árviss falli hún í kramið.

Sýningin opnar kl. 12 á sumardaginn fyrsta og stendur til kl. 18 þann dag.
Sýningin hefur verið framlengd til 3. maí nk. Opið virka daga frá 12-18, laugardag 2. maí frá kl. 12-18 og sunnudag 3. maí frá kl. 12-17.

Sjá myndasyrpu frá opnun sýningarinnar.


Listamennirnir sem þarna sýna eru;

Auður Marinósdóttir
Ásta Ólafsdóttir
Bjargey Ingólfsdóttir
Björg Atla
Charlotta S. Sverrisdóttir
Gunnar Gunnarsson
Gunnella
Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir
Jóhanna Hreinsdóttir
Laufey Jensdóttir
Laufey Johansen
Lilja Bragadóttir
Pétur Bjarnason
Sesselja Tómasdóttir
Sigríður Anna E. Nikulásdóttir
Stefanía Jörgensdóttir
Þóra Einarsdóttir
Þuríður Sigurðardóttir
 
 
Margir í þessum hópi hafa starfað lengi að list sinni og átt verk í viðurkenndum sýningarsölum hérlendis og erlendis. Á sýningunni verða bæði tvívíð og þrívíð verk  og það er augljóst að fjölbreytnin er mikil í svona fjölmennum hópi listamanna.

Tveir af sýnendunum hafa vinnustofur sínar á Garðatorgi og verða þær opnar sýningardagana.
Það er von listamannanna að sem flestir bæjarbúar taki þessu framtaki vel og njóti þess að skoða verk þeirra og kynnast þeim sem vilja efla listmenningu í sínum heimabæ, Garðabæ.

Til baka