Kjörskrá Garðabæjar

15.05.2014
Kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga er fram eiga að fara 31. maí 2014 mun liggja frammi almenningi til sýnis í þjónustuveri Garðabæjar í Ráðhúsinu við Garðatorg, frá og með 21. maí 2014 til kjördags.

Á kjörskrá skal taka þá sem uppfylla skilyrði 2. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998 og skráðir eru með lögheimili í sveitarfélaginu samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár miðað við 10. maí 2014. Námsmenn o.fl. sem dvelja á hinum Norðurlöndunum og hafa tilkynnt flutning samkvæmt Norðurlandasamningi um almannaskráningu eiga að hafa hér kosningarrétt.

Skilyrði sem þarf að uppfylla eru eftirfarandi:

1. Að vera 18 ára þegar kosning fer fram.
2. Að vera íslenskur ríkisborgari.
3. Að vera skráður með lögheimili í sveitarfélaginu samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár þremur vikum fyrir kjördag, þ.e. 10. maí.

Enn fremur eiga hér kosningarrétt danskir, finnskir, norskir og sænskir ríkisborgarar sem uppfylla skilyrði 1. og 3. tl. hér að framan (aldur og lögheimili), enda hafi þeir átt lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir kjördag og aðrir erlendir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í fimm ár samfellt fyrir kjördag.

Athugasemdir við kjörskrá skulu berast bæjarstjórn, en leiðréttingar á kjörskrá má gera til kjördags.


Bæjarritari
Til baka