Eftirlit með framkvæmdum

27.05.2014

Garðabær auglýsir eftir tilboðum í umsjón og eftirlit með framkvæmdum við byggingu 2ja hæða viðbyggingar við Hofsstaðaskóla, Skólabraut 5 í Garðabæ, ásamt breytingum innandyra í núverandi skólabyggingu og frágangi aðliggjandi lóðar.

Tilboð verktaka í bygginguna hafa verið opnuð og unnið er að gerð samnings um framkvæmdina. Framkvæmdakostnaður er áætlaður ríflega 400 milljónir króna.

Umsjón og eftirlit hefst við töku tilboðs og stendur yfir fram til loka verkefnis, ráðgerð lok framkvæmda eru 1. ágúst 2015.

Nánari upplýsingar um verkið og skilmála þess eru í útboðsgögnum sem eru rafræn og eru aðgengileg á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is frá og með miðvikudeginum 28. maí.

Útboðsgögn

Tilboðum skal skilað eigi síðar en 12. júní 2014 kl. 11:00 á skrifstofu VSB Verkfræðistofu að Bæjarhrauni 20 í Hafnarfirði, þar sem þau verða opnuð að viðstöddum bjóðendum em þess óska.

Garðabær

Til baka