Útboð: Endurnýjun á knattspyrnugrasi

24.03.2017

Íþróttasvæðið í Ásgarði
Endurnýjun á knattspyrnugrasi

Garðabær auglýsir eftir áhugasömum aðilum til að taka þátt í opnu útboði vegna endurnýjunar á knattspyrnugrasi þriggja valla á íþróttasvæði Stjörnunnar í Ásgarði.

Lýsing á útboði:
• Útvegun og fullnaðarfrágangur knattspyrnugrass með nýju fjaðurlagi (púða) á þrjá knattspyrnuvelli á svæði Stjörnunnar í Ásgarði í Garðabæ.
• Rif og förgun á núverandi yfirborði æfingavallar í fullri stærð.

Helstu kennitölur eru:
Knattspyrnugras með nýjum púða og rif og förgun á núverandi yfirborði.
• Flatarmál núverandi æfingavallar, 74x120m:   8.880m2
Knattspyrnugras með nýjum púða á tvo minni velli.
• Flatarmál æfingavallar I, 50x72m    3.600m2
• Flatarmál æfingavallar II, 48x72m    3.460m2
Helstu tímasetningar:
- Rif og förgun núverandi yfirborðs æfingavallar 2. maí 2017.
- Að lokinni jarðvinnu, fullnaðarfrágangur æfingavallar með fjaðurlagi, 6. júní -3. júlí 2017.
- Nýr æfingavöllur I, 29. maí – 23. júní 2017.
- Nýr æfingavöllur II, 12. júlí – 4. ágúst 2017.
Heildarverki skal að fullu lokið eigi síðar en 4. ágúst 2017.

Hægt verður að nálgast útboðsgögnin hér á vef Garðabæjar frá mánudeginum 27. mars kl. 12:00.

Tilboð skulu hafa borist VSÓ Ráðgjöf, Borgartúni 20 fyrir opnun tilboða föstudaginn 7. apríl 2017 kl. 11:00.

Til baka