Malbikun Hafnarfjarðarvegar 9. maí

09.05.2017

Þriðjudagskvöldið 9. maí er stefnt að því að malbika Hafnarfjarðarveg til austurs. Malbika á báðar akreinar frá Aktu Taktu í Garðabæ og yfir gatnamót við Vífilsstaðarveg og verður annari akreininni lokað í einu. Þrengt verður að umferð og má búast við lítilsháttar töfum. Lokanir verða merktar meðan á framkvæmd stendur.

Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir milli kl. 20:00 til kl. 00:00.

Vegfarendur eru beðnir um að virða lokanir og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.

Sjá líka vef Vegagerðarinnar, www.vegagerd.is

Til baka