Takmarkanir á umferð um Elliðavatnsveg 20. maí

19.05.2017
Takmarkanir á umferð um Elliðavatnsveg 20. maí
Takmarkanir á umferð vegna tónleika 20. maí

Vegna tónleika hljómsveitarinnar Rammstein í Kórnum laugardagskvöldið 20. maí verða takmarkanir á umferð um Elliðavatnsveg frá kl. 18, þ.e. veginum verður lokað við bæjarmörk Garðabæjar og Kópavogs og eitthvað frameftir kvöldi á meðan á tónleikunum stendur. Elliðavatnsvegur liggur frá Vífilsstöðum og að Kópavogi. 

Í frétt á vef Kópavogsbæjar er hægt að sjá nánari upplýsingar um takmarkanir á umferð vegna tónleikanna og upplýsingar fyrir tónleikagesti. 

 

 

Til baka