Útboð - Vífilsstaðavegur, hringtorg og hljóðvist - neðri Lundir

23.05.2017

Útboð
Garðabær – Vífilsstaðavegur, hringtorg og hjóðvist Neðri Lundir

Garðabær óskar eftir tilboðum í verkið  ,,Vífilsstaðavegur, hringtorg og hljóðvist Neðri Lundir ”
Verkið felst í gerð hringtorgs við Karlabraut og Brúarflöt, lagningu nýs göngustígs norðan við Vífilsstaðaveg, gerð jarðvegsmana og undirstöðu fyrir hljóðgirðingar.

Helstu magntölur eru:
Upprif yfirborðs  2300 m²
Jarðvegsmön   3600 m3
Malbik    1550 m²
Regnvatnslagnir  70 m
Ljósastólpar   11 stk

Lokaskiladagur verksins er 15. september 2017.
Útboðsgögn verða afhent á rafrænu formi hér á vef Garðabæjar, gardabaer.is,  og verða þar tilbúin til afhendingar þriðjudaginn þann 23. maí kl. 13:00.

Tilboð skulu hafa borist teiknistofunni Landslag ehf, Skólavörðustíg 11, eigi síðar en fimmtudaginn 8. júní 2017 kl. 11:30, þar sem þau verða opnuð. (Athuga í auglýsingu var röng dagsetning á tilboðsskilum - rétt er fimmtudaginn 8. júní)

Tækni- og umhverfissvið Garðabæjar

Til baka