Framtíðarskipulag Vífilsstaðavatns - íbúafundur 13. júní kl. 17:15

08.06.2017
FRAMTÍÐARSKIPULAG VÍFILSSTAÐALANDS
ALMENNUR FUNDUR

Bæjarstjórn Garðabæjar hefur nú hafið undirbúning að samkeppni um rammaskipulag Vífilsstaðalands, um 350 ha svæðis austan Reykjanesbrautar.  Samkvæmt tillögu að aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 sem nú er í kynningu verður á svæðinu gert ráð fyrir íbúðarbyggð, íþróttasvæði, svæði fyrir verslun og þjónustu, þjónustustofnunum, golfvelli, útivistarsvæði og fólkvangi.  Efnt er til samkeppninnar í samstarfi við Arkitektafélag Íslands og hefur dómnefnd nú verið skipuð.

Hér með boðar dómnefnd samkeppninnar til opins íbúafundar í Flataskóla þriðjudaginn 13. júní klukkan 17.15. Þar verða þær áskoranir sem Garðabær stendur frammi fyrir við mótun skipulags á svæðinu kynntar og kallað verður eftir hugmyndum og væntingum almennings til uppbyggingarinnar.

Allir velkomnir.

Fyrir hönd dómnefndar,
Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri Garðabæjar
 
Til baka