Forval - innrétting fjölnota fundarsalar

23.06.2017

Innrétting fjölnota fundarsalar
Forval

VSÓ Ráðgjöf fyrir hönd Garðabæjar óskar eftir áhugasömum aðilum til að taka þátt í lokuðu útboði um smíði og uppsetningu innréttinga fyrir fjölnota sal að Garðatorgi 7, ásamt frágangsvinnu utanhúss.  Óskað er eftir umsóknum frá verktökum sem hafa góða reynslu af sérsmíði vandaðra innréttinga og stjórn sambærilegra framkvæmda. 
Húsnæðið sem innrétta á er alls um 385 m2  og svæði sem ganga á frá úti er um 75 m2.  Búið er að rífa megin hlutann af innréttingum og búnaði, lofta- og gólfefni, en meginviðfangsefni verksins felst í að innrétta húsnæðið að nýju, leggja lagnir og setja upp loftræsikerfi, leggja raflagnir og setja upp tilheyrandi búnað, leggja nýtt gólfefni og setja upp loft, smíða og setja upp sérsniðnar innréttingar og ganga frá húsnæðinu í samræmi við lýsingar og uppdrætti.  Þá tilheyrir verkinu frágangsvinna úti, þ.e. endurnýjun glugga, smíði palla, setja upp búnað fyrir lýsingu úti o.fl. Áætlað er að framkvæmdir geti hafist í september og verði að fullu lokið í apríl 2018. 

Hægt verður að nálgast útboðsgögnin hér á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is frá mánudeginum 26. júní kl. 12.

Umsóknum skal skilað í móttöku VSÓ Ráðgjafar, Borgartúni 20, 105 Reykjavík, eða sendar með tölvupósti á netfangið utbod@vso.is eigi síðar en fimmtudaginn 13. júlí 2017 kl. 14:00. 

Auglýsing (pdf-skjal)

 
Til baka