Lokað fyrir kalda vatnið í Móaflöt, miðvikudaginn 2. ágúst

01.08.2017
Vegna endurnýjunar á kaldavatnslögn verður lokað fyrir kalda vatnið í Móaflöt næstkomandi miðvikudag, 2. ágúst.  Gert er ráð fyrir að verkið muni standa frá klukkan 10:00 og fram eftir degi. Leitast verður eftir því að klára vinnu við tengingar eins hratt og mögulegt er.
Íbúum er bent á að gæta sín á heita vatninu á meðan lokað er fyrir það kalda. Óblandað heitt vatn getur valdið bruna. Gætið sérstaklega að börnum.

Nokkur góð ráð í vatnsleysinu:
• Láta renna kalt vatn í baðkar, gott að eiga til að geta t.d. skolað niður úr salerni
• Eiga kalt vatn á flöskum, brúsum eða öðrum ílátum til drykkjar, tannburstun, hella upp á kaffi og fleira. Eigir þú kalt vatn má alltaf blanda það með heitu og nota til að þvo sér
• Gangið úr skugga um að lokað sé fyrir alla krana áður en hús / íbúð er yfirgefin. Vatni verður hugsanlega hleypt á kerfið aftur á meðan engin er heima

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þessi lokun kann að valda.
Til baka