Lokað fyrir kalt vatn í Móaflöt

11.09.2017
Vegna vinnu við tengingar á kaldavatnslögn í Móaflöt má gera ráð fyrir tímabundnum lokunum frá þriðjudeginum 12. september til og með föstudagsins 15. september. 
Lokanirnar munu eiga sér stað milli kl. 10:00 á daginn og fram til kl. 17:00. 

Leitast verður eftir því að klára vinnu við tengingar á sem stystum tíma.  

Íbúum er bent á að gæta sín á heita vatninu á meðan lokað er fyrir það kalda. Óblandað heitt vatn getur valdið bruna. Gætið sérstaklega að börnum. 

Nokkur góð ráð í vatnsleysinu:
Láta renna kalt vatn í baðkar, gott að eiga til að geta t.d. skolað niður úr salerni
Eiga kalt vatn á flöskum, brúsum eða öðrum ílátum til drykkjar, tannburstun, hella upp á kaffi og fleira. Eigir þú kalt vatn má alltaf blanda það með heitu og nota til að þvo sér
Gangið úr skugga um að lokað sé fyrir alla krana áður en hús / íbúð er yfirgefin. Vatni verður hugsanlega hleypt á kerfið aftur á meðan engin er heima

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og ef einhverjar spurningar kunna að vakna vinsamlegast hafið samband við eftirlit hjá VSÓ ráðgjöf í síma 660-9928.
Til baka