Heilsuræktarmiðstöð í Ásgarði - forval

06.10.2017

Heilsuræktarmiðstöð í Ásgarði, Garðabæ
Forval

Íþróttamiðstöðin við Ásgarð er vel staðsett í miðju Garðabæjar og þar er rekin glæsileg og fjölbreytt aðstaða fyrir hverskonar íþróttir fyrir íþróttafélög og almenning. Þar eru nú knattspyrnuvellir til æfinga og kappleikja, tvö íþróttahús, fimleikahús og sundlaug. Daglega sækja fjölmargir þessa aðstöðu og voru gestir sundlaugarinnar um 110 þúsund árið 2016.

Garðabær óskar eftir umsóknum frá áhugasömum aðilum til að taka þátt í opnu útboðsferli um uppbyggingu, rekstur, fjármögnun og byggingu aðstöðu til heilsuræktar í og við íþróttamiðstöðina til að bæta enn frekar aðstöðu almennings til hollrar hreyfingar. Óskað er eftir umsóknum frá aðilum sem hafa fjárhagslegan styrk til að standa að slíku verkefni og reynslu af rekstri heilsuræktarstöðva eða sambærilegri starfsemi. Miðað er við að útboðsferlið verði í eftirfarandi þrepum:
Forval
Hugmyndavinna
Tilboðsgerð
Samningur

Kynningarfundur um verkefnið og útboðsferlið verður haldinn í Íþróttamiðstöðinni Ásgarði kl. 14:00, þriðjudaginn 17. október 2017. Mæting er í anddyri íþróttamiðstöðvarinnar.
Hægt verður að nálgast útboðsgögnin hér á vef Garðabæjar, gardabaer.is frá og með mánudeginum 9. október kl. 12:00.

Umsóknum skal skilað í móttöku VSÓ Ráðgjafar, Borgartúni 20, 105 Reykjavík, eða sendar með tölvupósti á netfangið utbod@vso.is eigi síðar en kl. 14:00, þriðjudaginn 31. október 2017. 

Gunnar Einarsson,
bæjarstjóri.
 

Auglýsing (pdf-skjal)

Til baka