Lokanir á Garðaflöt við gatnamótin á Stekkjarflöt laugardaginn 7. október

06.10.2017
Lokanir á Garðaflöt við gatnamótin á Stekkjarflöt laugardaginn 7. október
Fyrirhuguð hraðahindrun á Garðaflöt

Vinna við hraðahindrun á gatnamótum Garðaflatar og Stekkjarflatar hefst laugardaginn 7. október kl. 8 um morguninn og verður Garðaflöt við gatnamótin lokuð fram eftir degi.  Hraðahindrunin er liður í að auka öryggi skólabarna og annarra vegfarenda á þessu svæði. Aðrar aðgerðir til að auka öryggi á svæðinu eru að lýsing verður aukin á gatnamótunum, skerpt á málningu á göngubrautum og gangbrautamerki sett upp.

Staðsetningu hraðahindrunarinnar má sjá á kortinu, grænlitaða.

Til baka