Jóla- og góðgerðardagurinn á Álftanesi - borðapöntun

16.11.2017

Laugardaginn 2. desember heldur Foreldrafélag Álftanesskóla hinn árlega Jóla- og góðgerðadag í góðri samvinnu við börn og foreldra á Álftanesi. Þetta er í níunda skipti sem þessi viðburður er haldinn. 

Einstaklingar og fyrirtæki hafa kost á því að leigja borð til að selja vörur og þjónustu en allur ágóði af borðaleigunni fer til góðgerðarmála. Foreldrafélagið hvetur alla þá sem vilja selja vöru eða þjónustu að hafa samband í netfangið: godgerdadagur@gmail.com.   

Eins og undanfarin ár verða hinir ýmsu skemmtikraftar og hæfileikafólk með skemmtileg atriði fyrir gesti. Á Álftanesi býr margt hæfileikaríkt fólk á öllum aldri og foreldrafélagið óskar hér með eftir atriðum fyrir Jóla- og góðgerðadaginn. 

Ef þú hefur áhuga, eða veist um einhvern sem gæti viljað stíga á svið með atriði, þá endilega sendið foreldrafélaginu skilaboð á Facebook: https://www.facebook.com/ForeldrafelagAlftanesskola/ eða í netfangið: foreldrafelag@alftanesskoli.is.

 

Jóla- og góðgerðardagurinn á Álftanesi

Til baka