Fjölnota íþróttahús í Garðabæ - alútboð

15.12.2017

Fjölnota íþróttahús í Garðabæ

Alútboð 

Garðabær óskar eftir umsóknum um þátttökurétt í lokuðu alútboði vegna hönnunar og byggingar á fjölnota íþróttahúsi í landi Vífilsstaða í Garðabæ.

Stærð íþróttahúss verður um 80 x 140 m eða um 11.200 m2 auk milligólfs í hluta hússins um 1.600 m2 og anddyris og annarra stoðrýma um 1.200 m2, samtals flatarmál um 14.000 m2

Umsækjendur um þátttöku skulu skila inn upplýsingum samkvæmt forvalsgögnum, m.a. um starfslið, reynslu og fjárhag ásamt upplýsingum um ráðgjafateymi sitt.

Fjöldi þátttakenda verður takmarkaður við 5 og verði umsækjendur fleiri, verður dregið á milli hæfra umsækjenda.

Bjóðandi sem tekur þátt í alútboðinu, skal leggja fram með tilboði sínu, samkeppnistillögu að byggingu og lóð í samræmi við alútboðsgögn verkkaupa. 

Skilafrestur og opnun umsókna um þátttöku er 22. janúar 2018, kl. 11.00

Þeir sem óska eftir að fá send útboðsgögn skulu senda beiðni um það á netfangið stefan@vsb.is 

Auglýsing  (pdf-skjal)

 

 

Til baka