Sláttur og hirðing í Garðabæ 2018-2020

09.02.2018
SLÁTTUR OG HIRÐING Í GARÐABÆ 2018-2020

Verkfræðistofan EFLA hf, fyrir hönd Garðabæjar, óskar eftir tilboðum í slátt og hirðingu í Garðabæ 2018-2020.  Verkið felur í sér grasslátt og heyhirðu á tilteknum svæðum í Garðabæ, samtals u.þ.b. 83 ha.  Um er að ræða 3 útboðssvæði og er bjóðendum heimilt að bjóða í eitt svæði, tvö eða öll. Gerður verður samningur um verkið til þriggja ára. 

Áhugasamir sæki um útboðsgögn á netfanginu: magnusb@efla.is og gefi upp nafn fyrirtækis ásamt upplýsingum um tengilið. 
Gögn verða send út með rafrænum hætti frá og með mánudeginum 12. febrúar 2018. 

Tilboðum skal skila til EFLU verkfræðistofu, Höfðabakka 9, 110 Reykjavík, eigi síðar en kl. 11:00 þriðjudaginn 6. mars. Tilboð verða opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.  
 
Auglýsing (pdf-skjal)

Loftmyndir fyrir hvert útboðssvæði:

Útboðssvæði 1 (zip skrá - pdf-skjöl 110 MB)

Útboðssvæði 2 (zip skrá - pdf skjöl 137 MB)

Útboðssvæði 3 manir (zip skrá - pdf skjöl 159 MB)

Til baka