Íþróttasvæðið í Ásgarði - aðalvöllur - endurnýjun á knattspyrnugrasi

16.02.2018

Íþróttasvæðið í Ásgarði – aðalvöllur
Endurnýjun á knattspyrnugrasi 

Garðabær auglýsir eftir áhugasömum aðilum til að taka þátt í opnu útboði vegna endurnýjunar á knattspyrnugrasi á núverandi fjaðurlag aðalvallar á íþróttasvæði Stjörnunnar í Ásgarði.

Lýsing á útboði:
Útvegun og fullnaðarfrágangur knattspyrnugrass á núverandi fjaðurlag (púða) á aðalvöll á svæði Stjörnunnar í Ásgarði í Garðabæ.

Helstu kennitölur:
Rif og förgun á núverandi yfirborði - Nýtt knattspyrnugras ofan á núv. fjaðurlag (púða)
Flatarmál aðalvallar, 76x113m: 8.588m²

Helstu tímasetningar:
Prófun á núverandi fjaðurlagi (púða) 21. mars 2018
- Rif og förgun núverandi yfirborðs 30. mars 2018
-Fullnaðarfrágangur á nýju knattspyrnugrasi 19. apríl 2018
Heildarverki skal að fullu lokið eigi síðar en 19. apríl 2018.

Hægt verður að nálgast útboðsgögnin á vef Garðabæjar, gardabaer.is, frá mánudeginum 19. febrúar kl. 15.
Tilboð skulu hafa borist VSÓ Ráðgjöf, Borgartúni 20 fyrir opnun tilboða miðvikudaginn 28. febrúar 2018 kl. 11.00.
 
Til baka