Tilkynningar eftir mánuði

28.10.2014

Truflanir á umferð á Álftanesvegi, nauðsynlegt að fara hjáleið

Truflanir á umferð á Álftanesvegi, nauðsynlegt að fara hjáleið
Frá og með hádegi í gær, mánudaginn 27. október verður unnið að nýjum áfanga á Álftanesvegi og fara þarf hjáleið um Garðaholt og Garðaveg á meðan á þeirri framkvæmd stendur. Vegfarendur eru hvattir til að fara varlega.
16.10.2014

Álftanesvegur, truflanir á umferð

Fimmtudaginn 16. október hófst vinna við endurnýjun slitlags á Álftanesvegi á 600 metra kafla frá hringtorgi við Bessastaðaveg að Garðavegi. Áætlað er að verkið standi í 10 daga og má búast við verulegum truflunum á umferð þann tíma.
16.10.2014

Breyttur skilafrestur á byggingarnefndarteikningum

Breyting hefur verið gerð á afhendingartíma teikninga, sem leggja þarf fyrir bæjarráð. Nú þurfa teikningar sem fara eiga fyrir bæjarráð að berast í síðasta lagi á hádegi á þriðjudegi eða á hádegi viku fyrir fund bæjarráðs.