Tilkynningar eftir mánuði

26.04.2016

Fræsing á Karlabraut miðvikud 27. apríl frá kl. 09

Á miðvikudag 27. apríl kl 9:00 verður Karlabraut fræst vegna fyrirhugaðar malbikunar í sumar frá Vífilsstaðavegi framhjá Hofstaðabraut og Hæðarbyggð og að Búðum.
22.04.2016

19. júní sjóður Garðabæjar

Íþrótta og tómstundaráð Garðabæjar auglýsir eftir umsóknum í 19. júní sjóð Garðabæjar. „Tilgangur sjóðsins er að styrkja og efla íþróttir kvenna í Garðabæ með því að veita fé til uppbyggingar á því sviði“