Viðburðir eftir mánuði

29.11.2017

Bókaspjall rithöfunda í Álftanessafni kl. 20:00

Bókaspjall rithöfunda í Álftanessafni kl. 20:00
Bókaspjall í Bókasafni Garðabæjar - Álftanessafni - verður haldið miðvikudaginn 29. nóvember kl. 20:00. Rithöfundar heimsækja Álftanessafnið og lesa upp úr nýjum bókum sínum.
29.11.2017

Körfuknattl.kvenna, Stjarnan - Njarðvík kl. 19:15

Körfuknattleikur, úrvalsdeild kvenna, Dominosdeildin. Stjarnan - Njarðvík, miðvikudaginn 29. nóvember kl. 19:15 í íþróttamiðstöðinni Ásgarði.
29.11.2017

Samflot í Álftaneslaug kl. 19

Samflot í Álftaneslaug kl. 19
Í vetur verður boðið upp á Samflot í Álftaneslaug. Samflot er hugsað sem vettvangur fyrir fólk til að koma saman og njóta fljótandi slökunar og jafnvel hugleiðslu.
28.11.2017

Aðalfundur GKG kl. 20

Aðalfundur GKG 2017 verður haldinn í Íþróttamiðstöð GKG þriðjudaginn 28. nóvember kl. 20:00.
28.11.2017

Jólabingó Vífils í Jötunheimum kl. 18

Hið árlega jólabingó Skátafélagsins Vífils verður haldið þriðjudaginn 28. nóvember og hefst kl. 18:00 í Jötunheimum, Bæjarbraut 7.
27.11.2017

Hraðskákmót Garðabæjar kl. 20 í golfskála GKG

Hraðskákmót Garðabæjar kl. 20 í golfskála GKG
Hraðskákmót Garðabæjar og verðlaunaafhending fyrir Skákþing Garðabæjar. Mánudaginn 27. nóvember kl. 20.00 í golfskála GKG.
26.11.2017

Messa í Vídalínskirkju kl. 11

Sunnudaginn 26. nóvember er síðasti sunnudagur kirkjuársins. Messa og sunnudagaskóli kl. 11.00.
25.11.2017

Smástundamarkaður í Hönnunarsafni Íslands - Wetland

Laugardaginn 25. nóvember verður annar smástundamarkaður vetrarins haldinn í Hönnunarsafninu frá kl. 12-17. ​
22.11.2017

Körfuknattl.kvenna, Stjarnan - Haukar kl. 19:15

Körfuknattleikur, úrvalsdeild kvenna, Dominosdeildin. Stjarnan - Haukar, miðvikudaginn 22. nóvember kl. 19:15 í íþróttamiðstöðinni Ásgarði.
21.11.2017

Lyklafellslína 1 - opinn íbúafundur í Sjálandsskóla kl. 17:15

Lyklafellslína 1 - opinn íbúafundur í Sjálandsskóla kl. 17:15
Opinn íbúafundur - Lyklafellslína 1 (Sandskeiðslína 1) - Framkvæmdir við nýja háspennulínu Þriðjudaginn 21. nóvember kl. 17:15 – 18:45 í Sjálandsskóla, Löngulínu 8
21.11.2017

Bókaspjall rithöfunda í Bókasafni Garðabæjar á Garðatorgi kl. 20

Bókaspjall rithöfunda í Bókasafni Garðabæjar á Garðatorgi kl. 20
Bókaspjall í Bókasafni Garðabæjar á Garðatorgi verður haldið þriðjudaginn 21. nóvember kl. 20:00. Rithöfundar heimsækja bókasafnið á Garðatorgi og lesa upp úr nýjum bókum sínum.
21.11.2017

Jafnréttisþing í Garðaskóla

Þriðjudaginn 21. nóvember 2017 verður haldið jafnréttisþing í Garðaskóla í Garðabæ. Í skólanum eru 530 nemendur í 8.-10. bekk og á jafnréttisþinginu sækja þeir fjölbreyttar málstofur um fjölbreytileikann í samfélaginu.