Fræðslu- og söguganga um Fógetastíg í Gálgahrauni kl. 17:15

09.06.2016
Fræðslu- og söguganga um Fógetastíg í Gálgahrauni kl. 17:15
Söguganga um Fógetastíg í Gálgahrauni 9. júní

Fræðslu- og söguganga - Fógetastígur í Gálgahrauni

Fimmtudaginn 9. júní 2016, kl. 17:15

Mæting: Hraunsvik - hringtorg, við enda Vífilsstaðavegar og Hraunholtsbrautar (sjá kort hér fyrir neðan sem sýnir mætingarstað).

Viðburður á fésbókarsíðu Garðabæjar

Söguganga undir leiðsögn Ragnheiðar Traustadóttur fornleifafræðings.  Gengið um Fógetastíg nyrðri í Gálgahrauni að Garðastekk og göngunni lýkur við Grástein á Álftanesi. 

• Bæjarstjóri flytur ávarp og opnar gönguleiðina í Wapp-leiðsagnarappinu
• Áning, fræðsla og drykkir við Garðastekk.  Frá Garðastekk verður boðið uppá rútuferðir að Álftaneskaffi fyrir þá sem vilja. 
• Boðið upp á súpu að lokinni göngu í Álftaneskaffi við Breiðumýri
• Rútuferð í boði frá Álftaneskaffi tilbaka að upphafsstað göngunnar. 
• Dagskráin tekur í heild um 2-3 klst (lengd göngu um 1 og hálfur tími fyrir þá sem fara alla leið/ 45 mín ganga fyrir þá sem taka rútu frá Garðastekk)

Allir velkomnir
Sögugangan er haldin í tilefni af 40 ára afmæli Garðabæjar.
Fleiri fræðslu- og sögugöngur eru á dagskrá með haustinu.

 Mæting við Hraunsvik - hringtor við enda Vífilsstaðavegar og Hraunholtsbrautar

 

Mæting í sögugönguna 9. júní kl. 17:15 við Hraunsvik, við enda Vífilsstaðavegar og Hraunholtsvegar.

 

 

 

 

Til baka