Jazzhátíð - Richard Andersson NOR kl. 20:30 í Kirkjuhvoli

22.04.2017
Jazzhátíð - Richard Andersson NOR kl. 20:30 í Kirkjuhvoli
Richard Andersson NOR - tríó

Jazzhátíð Garðabæjar verður haldin dagana 20.-22. apríl. Hátíðin er haldin á vegum menningar- og safnanefndar Garðabæjar en listrænn stjórnandi hátíðarinnar er Sigurður Flosason tónlistarmaður. Hátíðin er nú haldin í tólfta sinn. Í ár skartar hátíðin fjölbreyttu úrvali íslenskra jazztónlistarmanna af ólíkum kynslóðum og boðið verður upp á ólík stílbrigði jazztónlistar við allra hæfi.  Hátíðin fær að þessu sinni til sín óvenju marga erlenda listamenn.

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Fésbókarsíða Jazzhátíðar Garðabæjar

Dagskrá 2017 - auglýsing (pdf-skjal)

Dagskrá

Fimmtudagur 20. apríl:

Kl. 20:30 Kirkjuhvoll, safnaðarheimili Vídalínskirkju DeLux kvartett Sigurðar Flosasonar
- Hljómsveit úr Tónlistarskóla Garðabæjar leikur frá kl 20:00
DeLux Kvartett Sigurðar Flosasonar – nýr evrópskur jazz

Viðburður á fésbókarsíðu Jazzhátíðar Garðabæjar 

Þrír af fremstu jazzmönnum Lúxemborgar og Sigurður Flosason hafa starfað talsvert saman á meginlandinu undanfarin tvö ár. Nú sækja Lúxararnir okkur heim með stuðningi ,,Fonds National Cultural, Luxembourg“.
Sigurður Flosason: saxófónn
Michel Reis: píanó
Marc Demuth: kontrabassi
Jeff Herr: trommur
 

Föstudagur 21. apríl:

Kl. 20:30 Kirkjuhvoll, safnaðarheimili Vídalínskirkju kl 20:30 Tómas R. Einarsson - Bongó - latin jazzband
- Hljómsveit úr Tónlistarskóla Garðabæjar leikur frá kl 20:00
Tómas R. Einarsson: Bongó – latínjazz og söngur

Viðburður á fésbókarsíðu Jazzhátíðar Garðabæjar 

Nýjasta plata Tómasar, Bongó, var metsöluplata fyrir síðustu jól!
Tómas R. Einarsson: kontrabassi
Sigríður Thorlacius: söngur
Bogomil Font: söngur og slagverk
Snorri Sigurðarson: trompet
Rósa Guðrún Sveinsdóttir: söngur og barítón saxófónn
Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir: básúna og fiðla
Samúel J. Samúelsson: básúna og slagverk
Tómas Jónsson: píanó
Ómar Guðjónsson: gítar Kristófer Rodriguez Svönuson: slagverk  

 

Laugardagur 22. apríl:

Kl. 13:30 Kirkjuhvoll, safnaðarheimili Vídalínskirkju Mattias Nilsson píanóleikari
Mattias Nilsson - Sóló píanó frá Svíþjóð

Viðburður á fésbókarsíðu Jazzhátíðar Garðabæjar 

Hinn frábæri sænski píanóleikari flytur eigin tónsmíðar, þjóðlög og sálma frá heimalandi sínu með einstökum ljóðrænum þokka.
Mattias Nilsson: píanó

Kl. 15:00 Jónshús, Strikinu 6
Kvartett Maríu Magnúsdóttur – söngur og swing María Magnúsdóttir

Viðburður á fésbókarsíðu Jazzhátíðar Garðabæjar 

Garðbæska söngkonan er nýkomin heim úr framhaldsnámi í Hollandi og Bretlandi. Hún býður gestum félagsmiðstöðvar eldri borgara upp á aðgengilega standarda og swing.
María Magnúsdóttir: söngur
Hjörtur Ingvi Jóhannsson: píanó
Tómas R. Einarsson: kontrabassi
Kristófer Rodriguez Svönuson: trommur

Kl. 17:00  Haukshús, Álftanesi
Tríó Agnars Más Magnússonar – þjóðlegur jazz Agnar Már Magnússon

Viðburður á fésbókarsíðu Jazzhátíðar Garðabæjar 

Agnar kynnir nýtt verkefni byggt á íslenskum þjóðlagaarfi Agnar Már Magnússon: píanó
Valdimar K. Sigurjónsson: kontrabassi
Scott McLemore: trommur
 

Kl. 20:30 Kirkjuhvoll, safnaðarheimili Vídalínskirkju
- Hljómsveit úr Tónlistarskóla Garðabæjar leikur frá kl 20:00 Richard Andersson NOR - tríó
Richard Andersson NOR – útgáfutónleikar

Viðburður á fésbókarsíðu Jazzhátíðar Garðabæjar

Danski bassaleikarinn kynnir glænýjan disk með Garðbæingunum Óskari Guðjónssyni og Matthíasi Hemstock. Með stuðningi Nordic Culture Point.
Richard Andersson: kontrabassi
Óskar Guðjónsson: saxófónn
Matthías Hemstock: trommur 

Myndir með frétt

Til baka