Nordic Angan í Hönnunarsafni Íslands kl. 16

20.06.2017
Nordic Angan í Hönnunarsafni Íslands kl. 16
Nordic Angan í Hönnunarsafni Íslands

Nordic Angan - ilmbanki íslenskra jurta / fragrance library

Velkomin á opnun
þriðjudaginn 20 júní kl. 16.00. 
Lifandi sýning í anddyri Hönnunarsafns Íslands við Garðatorg 20.06 – 20.09 2017

Viðburður á fésbókarsíðu Hönnunarsafnsins.

Þær Sonja Bent og Elín Hrund Þorgeirsdóttir hafa komið sér upp sýningar- og vinnuaðstöðu í anddyri Hönnunarsafnsins. Í sumar munu þær vinna að rannsóknarverkefni sem felur í sér að kortleggja ilmi í íslenskri náttúru með því að eima jurtir. Samhliða kortlagningunni nýta þær afurðirnar í hönnun og framleiðslu á handgerðum reykelsum, kertum, ilmmyndum og veggfóðri svo eitthvað sé nefnt. 

Sonja Bent er fatahönnuður og hefur starfað sem slíkur undanfarin fimmtán ár. Fyrir þremur árum veiktist faðir hennar alvarlega og hún tók að sér að annast hann. Fyrir vikið eyddu þau miklum tíma saman og grúskuðu ýmislegt, aðallega að eima sem var sérstakt áhugamál Þóris Bent heitins. Með því að miðla margra ára þekkingu og reynslu gaf hann Sonju lykil sem opnaði henni heim djúpt inn í íslenska náttúru. 

Elín Hrund er menntuð í heimspeki, hönnun og menningarmiðlun og hefur undanfarið starfað sem verkefnastjóri hjá Hönnunarmiðstöð Íslands. Hún hefur komið að skipulagningu og framkvæmd ýmissa hönnunarverkefna ásamt því að hanna og markaðssetja eigin vörur. Elín Hrund gekk til samstarfs við Sonju fyrir hálfu ári síðan.

____
ENGLISH

Sonja Bent and Elin Hrund have set up a workshop / showroom in the entrance hall of the Design Museum.
Their aim is to build a new fragrance library from the Icelandic flora. They make essential oils by distilling and extracting fragrance from Icelandic wildflowers, plants, bark, and tree trimmings. Hand made incense, candles, wallpaper and parfume still lifes are part of their creation.
„The soul of a fragrance comes from the intention with which it is created and the attention with which it is prepared. May they fill your senses with delight and your mind with tranquility.“

 

Fylgist með upplýsingum um fræðslu og viðburði á Facebook og á vef safnsins www.honnunarsafn.is

Hönnunarsafn Íslands er til húsa að Garðatorgi 1 í Garðabæ. 
Safnið er opið alla daga (nema mánudaga) frá 12-17.

Til baka